Rúnar markahæstur en Burgdorf tapaði

Rúnar Kárason sleit krossband í mars.
Rúnar Kárason sleit krossband í mars. mbl.is/Eva Björk

Alexander Petersson, Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar þeirra í Rhein-Neckar Löwen láta engan bilbug á sér í baráttunni um þýska meistaratitilinn í handknattleik.

Löwen vann í kvöld öruggan sigur á Wetzlar, 27:20, og skoraði Alexander þrjú marka liðsins. Uwe Gensheimer var markahæstur með 8 mörk. Löwen er með 26 stig á toppnum en Kiel getur jafnað liðið að stigum með sigri á Göppingen í leik sem nú stendur yfir.

Rúnar Kárason nálgast sitt fyrra form eftir langvinn meiðsli og var annar markahæstu manna Hannover-Burgdorf með 6 mörk þegar liðið tapaði 32:26 fyrir Flensburg á útivelli. Ólafur Guðmundsson var ekki með vegna meiðsla. Flensburg hafði yfirhöndina allan leikinn og var sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11.

Burgdorf er í 8. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 15 leiki en flensburg komst upp í 3. sæti, alla vega tímabundið, og er með 20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert