Mosfellingar áfram á toppnum

Gestur Ólafur Ingvarsson, Aftureldingu, reynir að stöðva Andra Heimi Friðriksson …
Gestur Ólafur Ingvarsson, Aftureldingu, reynir að stöðva Andra Heimi Friðriksson úr ÍBV. mbl.is/Styrmir Kári

Afturelding er áfram á toppi Olís-deildar karla í handknattleik eftir sigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24:23, eftir æsispennandi lokamínútur í Vestmannaeyjum í kvöld.

Afturelding er með 18 stig eftir 12 leiki en Valur er með 16 stig og FH 15, og bæði lið eiga eftir að spila í umferðinni. Eyjamenn sitja eftir í 7. sætinu með 9 stig.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora. Staðan var 13:13 í hálfleik og mátti búast við spennandi og jöfnum leik í þeim seinni.

Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og komust í 16:13 eftir 8 mínútur í seinni hálfleik en þá kom fyrsta mark Aftureldingar í seinni hálfleik. Þegar rúmt korter var til leiksloka var staðan 19:16 fyrir ÍBV og útlitið bjart fyrir Íslandsmeistarana.

En þegar 10 mínútur voru eftir var Afturelding búið að jafna leikinn í 19:19. Það var Afturelding sem var betri síðustu mínúturnar og vann að lokum dramatískan eins marks sigur, 24:23.

Andri Heimir Friðriksson var markahæstur hjá Eyjamönnum með 7 mörk. Hjá Aftureldingu var það Jóhann Gunnar Einarsson sem var markahæstur en hann skoraði 6 mörk.

ÍBV 23:24 Afturelding opna loka
60. mín. Leik lokið Afturelding vinnur dramatískan sigur í Eyjum!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert