Einar Andri: Vorum aldrei líklegir

„Við mættum liðið sem var klárara í slaginn en við. Það lék betur og verðskuldaði sigurinn," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sem var eðlilega vonsvikinn eftir fimm marka tap, 31:26, fyrir ÍR á heimavelli í kvöld í Olís-deild karla.

ÍR-ingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda leiksins. „ÍR-ingar voru sterkari á öllum sviðum handboltans í kvöld. Við vorum satt að segja aldrei líklegir til þess að vinna leikinn. Okkur tókst aðeins að klóra í þá í seinni hálfleik en það vantaði of mikið upp í varnarleiknum til þess að það væri líklegt að við næðum einhverju út úr þessu," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.

Nánar er rætt við Einar Andra á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert