Ragnheiður framlengir við Fram

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram.
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Handknattleikskonan unga og öfluga, Ragnheiður Júlíusdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt Fram.  Þar með er tryggt að Ragnheiður muni leika með félaginu að minnsta kosti til vorsins 2017. 

Ragnheiður hefur leikið með Fram frá unga aldri og var í vor valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna.  Ragnheiður hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var í haust valin í A landslið Íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður leikið um 40 leiki   með meistaraflokki Fram  og skorað í þeim 179 mörk. Ragnheiður, er nú á batavegi eftir veikindi sem hafa hrjáð hana, en hún er klárlega ein af lykil leikmönnum Fram á næstu árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert