Hverjir verða andstæðingar Þóris í undanúrslitum?

Hin sænska Sabina Jacobsen sækir að marki Slóvakíu í kvöld.
Hin sænska Sabina Jacobsen sækir að marki Slóvakíu í kvöld. AFP

Mikil spenna er í milliriðli II á Evrópumóti kvenna í handknattleik fyrir lokaumferðina í milliriðlinum. Svíþjóð, Svartfjallaland, Holland og Frakkland eiga öllu möguleika á því að komast í undanúrslitin.

Svartfjallaland vann Holland í dag 31:27, Svíþjóð skellti Slóvakíu 31:22 og í kvöld gerðu Þjóðverjar og Frakkar jafntefli 24:24.

Svíþjóð er með 7 stig í efsta sæti, stigi á undan ríkjandi meisturum frá Svartfjallalandi. Holland og Frakkland hafa 5 stig hvort.

Svíþjóð og Svartfjallaland mætast í lokaumferðinni og einnig Holland og Frakkland. Liðið sem hafnar í öðru sæti riðilsins mætir Noregi í undaúrslitunum sem leikur undir stjórn Þóris Hergeirssonar og hefur tryggt sér efsta sæti í milliriðli I.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert