Glæsileg tilþrif Guðjóns Vals (myndband)

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barcelona. AFP

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður Barcelona í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Guðjón Valur hefur skorað 70 mörk í 15 leikjum Börsunga en þeir hafa unnið alla leiki sína og tróna í toppsætinu.

Guðjón skýtur engum smákörlum aftur fyrir sig hvað fjölda marka varðar. Vinstrihandarskyttan Kiril Lazarov kemur næstur á eftir Guðjóni með 59 mörk, franski leikstjórnandinn Nikola Karabatic hefur skorað 55 og stórskyttan Siharhai Rutenka frá Hvíta-Rússlandi hefur skorað 54 mörk.

Jóhannes Patreksson, sonur Patreks Jóhannessonar, þjálfara Hauka og austurríska landsliðsins, hefur sett saman myndband með nokkrum glæsilegum mörkum Guðjóns Vals tímabilinu en myndbandið má sjá hér að neðan.

Spænska deildin er komin í frí vegna HM en næsta umferð verður spiluð 7. febrúar en þá sækir Barcelona lið Aragón heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert