Afslappaðir Mosfellingar

Birkir Benediktsson, (26), Árni Bragi Eyjólfsson, og Davíð Svansson leikmenn …
Birkir Benediktsson, (26), Árni Bragi Eyjólfsson, og Davíð Svansson leikmenn Aftureldingar fagna. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Nýliðar Aftureldingar hafa líklega komið liða mest á óvart í Olís-deildinni í handknattleik á þessu keppnistímabili. Í það minnsta í jákvæðum skilningi.

Liðið er í þriðja sæti nú þegar deildin fer í langt frí og hefur aðeins tapað fjórum leikjum.

Þó Mosfellingar hafi fengið til sín snjallan sóknarmann, Jóhann Gunnar Einarsson, og öflugan varnarmann, Gunnar Malmquist, þá bjóst varla neinn við því að liðið yrði í toppsæti deildarinnar lengi vel. Raunar er Afturelding aðeins tveimur stigum á eftir efstu liðunum, Val og ÍR.

Sjá umfjöllun um lið Aftureldingar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert