Sunna úr botnsætinu með fyrsta sigrinum

Sunna Jónsdóttir og lið hennar unnu sinn fyrsta leik í …
Sunna Jónsdóttir og lið hennar unnu sinn fyrsta leik í dag. Ómar Óskarsson

Sunna Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í sænska handknattleiksliðinu Heid unnu sinn fyrsta leik í deildinni í dag þegar liðið lagði Tyresö með einu marki, 20:19, en um var að ræða neðstu tvö lið deildarinnar.

Sunna skoraði eitt marka Heid í leiknum, en sigurmarkið kom tæpri mínútu fyrir leikslok. Liðið hefur nú þrjú stig í næstneðsta sæti deildarinnar að loknum tíu leikjum og komst uppfyrir Tyresö með sigrinum.

Þá er ekkert lát á sigurgöngu Birnu Bergs Haraldsdóttur og liðs hennar, IK Sävehof, en liðið lagði Höör á útivelli í dag, 31:26. Birna komst ekki á blað fyrir Sävehof sem hefur unnið alla tíu leiki sína og er á toppi deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert