Strákarnir spila um 5.-8. sætið

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í leiknum við Þjóðverja.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur í leiknum við Þjóðverja. mbl.is/Golli

Unglingalandslið karla í handknattleik, skipað leikmönnum yngri en 19 ára, spilar um fimmta til áttunda sætið á alþjóðlega mótinu Sparkassen Cup í Þýskalandi eftir tvö töp í gær og eitt á laugardaginn.

Strákarnir töpuðu fyrir Tékkum, 22:27, í fyrsta leiknum og síðan 22:29 fyrir Hollandi og 18:27 fyrir Þýskalandi. Þeir leika í dag við Pólland í keppninni um 5.-8. sætið.

Mörkin gegn Tékklandi: Þórarinn Levý Traustason 7, Hjalti Már Hjaltason 4, Sigurður Egill Karlsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Gestur Ingvarsson 2 og Lúðvík Arnkelsson 1.

Mörkin gegn Hollandi: Ýmir Gíslason 4, Þórarinn Leví Traustason 4, Sigurður Egill Karlsson 3, Hjalti Már Hjaltason 2, Kristján Örn Kristjánsson 2, Sigurbjörn Markússon 2, Guðjón Ágústsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Lúðvík Arnkelsson 1, Rökkvi Finnsson 1 og Gestur Ingvarsson 1.

Mörkin gegn Þýskalandi: Kristján Örn Kristjánsson 5, Þórarinn Leví Traustason 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Sigurður Egill Karlsson 2, Ragnar Kjartansson 2, Lúðvík Arnkelsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1 og Ýmir Gíslason 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert