Bjarki Már er markahæstur

Bjarki Már Elísson er markahæstur í þýsku 2. deildinni auk …
Bjarki Már Elísson er markahæstur í þýsku 2. deildinni auk þess að hafa einstaklega góða nýtingu í vítaköstum. Ljósmynd/thsv-eisenach.de

Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Hann hefur skorað 162 mörk í 23 leikjum með Eisenach það sem af er keppnistímabilsins. 

Bjarki Már hefur skorað tveimur mörkum meira en Dirk Holzner hjá Saarlouis. Þriðji markahæsti leikmaður 2. deildarinnar er Michael Spatz hjá Grosswallstadt með 157 mörk. 

Auk þess að skora mikið þá hefur Bjarki Már einnig nýtt vítaköstin afar vel og aðeins brugðist bogalistinn í fjórum af þeim 58 vítaköstum sem hann hefur tekið fyrir lið sitt til þessa. Þar af skoraði Bjarki Már sjö mörk af 15 mörkum sínum í síðasta leik gegn Hildesheim úr vítakasti en missti marks í eitt skipti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert