Mínir menn gáfu allt

„Ég get ekki annað en hrósað mínum strákum fyrir leikinn. Þeir gáfu allt sem þeir áttu og undir lokin var þetta aðeins stöngin inn, stöngin út,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir að lið hans tapaði með minnsta mun, 23:22, fyrir FH í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handknattleik karla í Laugardalshöll í kvöld.

„Kannski áttum við ekki meira eftir á tanknum eftir 80 mínútna leik í gær. En samt, við lentum undir en komum til baka þrátt fyrir mótlæti. Ísak meiddist þegar tíu mínútur voru eftir og síðustu 15 mínúturnar fannst með halla á okkur í dómgæslunni.  En mínum strákum verð ég að hrósa, þeir höfðu kjark og þor. Ég er virkilega stoltur af strákunum,“ sagði Halldór Jóhann sem viðurkennir að vera tapsár.

Halldór Jóhann sagði ekki ljóst hversu alvarleg meiðsli þeirra Benedikts Kristinssonar og Ísak Rafnssonar væru. Hætt væri við að Ísak hafi fengið heilahristing.

Nánar er rætt við Halldór Jóhann á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert