Geggjuð hugmynd

Ólafur Stefánsson skýtur að marki Rúmena í kveðjuleik sínum í …
Ólafur Stefánsson skýtur að marki Rúmena í kveðjuleik sínum í júní 2013. mbl.is/Ómar

„Þetta er svolítið geggjuð hugmynd en vel þess virði að láta á hana reyna því vegir Ólafs Stefánssonar eru órannsakanlegir,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Köbenhavn, um þá óvæntu tilraun að fá Ólaf Stefánsson til liðs við félagið í tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.

Ólafur mætir á æfingu hjá KIF á fimmtudagsmorguninn. „Þá kemur í ljós í hvernig standi hann er til þess að spila. Ég veit að hann er í góðu formi en það er spurning um sprengikraft,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær.

Ólafur, sem er á 42. aldursári og lagði keppnisskóna góðu á hilluna í júní 2013 að lokinni eftirminnilegri frammistöðu í leik með íslenska landsliðinu i Laugardalshöll, hefur samþykkt að draga fram hið minnsta æfingaskóna og láta á það reyna hvort hann geti orðið danska liðinu styrkur í tveimur leikjum við Zagreb í Meistaradeild Evrópu 14. og 22. mars.

Ólafur undirstrikaði í samtali við mbl.is síðdegis í gær að hann ætlaði sér ekki að snúa til baka á keppnisvöllinn nema ljóst væri að hann hefði getu til þess. „Þangað til það kemur í ljós er ekkert að frétta,“ sagði Ólafur ennfremur.

Sjá nánar ítarlega fréttaskýringu um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert