Vori og Melic framlengdu við Paris Handball

Igor Vori.
Igor Vori. EPA

Tveir samherjar landsliðsmannsins Róberts Gunnarssonar hafa framlengt samninga sína við franska stórliðið Paris Handball.

Leikmennirnir sem um ræðir eru króatíski línumaðurinn Igor Vori og hægri hornamaðurinn Fahrudin Melic sem er landsliðsmaður frá Svartfjallalandi. Leikmennirnir skrifuðu undir samninga sem gilda til ársins 2017.

Parísarliðið trónir á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur 28 stig eftir 16 leiki en St.Raphael, lið Arnórs Atlasonar, er í öðru sætinu með 27 stig en hefur leikið einum leik meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert