Sigvaldi gengur í raðir Århus

Sigvaldi Guðjónsson.
Sigvaldi Guðjónsson. Ljósmynd/.bjerringbro-silkeborg.dk

Hand­boltamaður­inn Sig­valdi Guðjóns­son, leikmaður U21 árs landsliðsins, mun hafa vistaskipti í sumar.

Sigvaldi, sem leikur með Bjerringbro/Silkeborg, hefur verið keyptur út úr samningi sínum við félagið og mun leika með Århus á næsta tímabili. Hann hefur gert eins árs samning við Árósarliðið með möguleika á framlengingu um eitt ár en forráðamenn félagsins vænta mikils af Íslendingnum.

Sig­valdi er 19 ára gam­all hornamaður sem lék um tíma með HK í yngri flokk­um en hef­ur lengi spilað með Århus og einnig Skovbakk­en. Hann var dansk­ur meist­ari með U18 ára liði Århus árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert