Barcelona setti í fluggír eftir hlé

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Barcelona. AFP

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Barcelona eru óstöðvandi í spænsku 1. deildinni í handknattleik, en liðið lagði Benidorm örugglega í dag, 41:25.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en að honum loknum höfðu Börsungar fjögurra marka forystu, 19:15. Eftir hlé kom getumunurinn hins vegar greinilega í ljós, heimamenn hreinlega völtuðu yfir andstæðinginn og uppskáru þennan risasigur, 41:25.

Guðjón Valur hafði frekar hægt um sig, skoraði þrjú mörk úr átta skotum fyrir Börsunga í leiknum, en liðið er með fullt hús stiga á toppnum eftir 22 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert