Stórleikur Ragnheiðar dugði ekki til

Ragnheiður Júlíusdóttir fór á kostum í dag.
Ragnheiður Júlíusdóttir fór á kostum í dag. Árni Sæberg

Íslenska kvennalandsliðið handknattleik skipað leikmönnum nítján ára og yngri tapaði fyrir Makedóníu, 24:22, þegar þjóðirnar mættust í undankeppni EM í dag.

Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10:8, áður en Makedónía náði að snúa blaðinu sér í hag eftir hlé og uppskar að lokum tveggja marka sigur.

Ragnheiður Júlíusdóttir fór á kostum hjá íslenska liðinu og skoraði ellefu mörk, eða helming marka liðsins. Næsti leikur er strax á morgun gegn Svartfjallalandi.

Mörk Íslands: Ragnheiður Júlíusdóttir 11, Birta Fönn Sveinsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert