Sigurmark og ósvikin gleði (myndskeið)

Það var glatt á hjalla í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ síðdegis þegar Afturelding tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik eftir framlengdan háspennuleik við ÍR-inga, 30:29.  Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark leiksins 13 sekúndum fyrir leikslok og fór vel á því en hann tryggði Aftureldingarliðinu framlengingu þegar hann skoraði á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma með ævintýralegu marki, 25:25.

Á myndskeiðinu eru síðasta mínúta leiksins þar sem Árni Bragi skorar síðasta markið og lokasókn í ÍR-inga auk þess æsilega fögnuðs Mosfellinga sem tók við leiktíminn var úti í þettsettnu íþróttahúsinu að Varmá. Það óhætt að segja að fögnuður Mosfellinga og leikmanna Aftureldingar hafi verið ósvikinn eins sjá má.

Afturelding er þar með komin í úrslit úrvalsdeildar karla í fyrsta sinn í 16 ár. Liðið mætir Haukum í rimmu um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 6. maí. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert