Þetta er bara glatað

„Þetta er bara glatað. Við gáfum hjarta og sál í verkefnið og náðum því miður ekki að klára það,“ voru fyrstu viðbrögð Bjarna Fritzsonar þjálfara ÍR eftir sárt tap liðsins gegn Aftureldingu, 30:29 i oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla.

ÍR hafði leikinn í hendi sér og var fjórum mörkum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður Aftureldingar náði að jafna metin á ótrúlegan hátt á lokasekúndum leiksins sem þurfti að framlengja. Þar hafði Afturelding betur.

„Við töpum þremur boltum. Það eru tveir boltar þar sem menn missa boltann í fæturna, svo dæma þeir leiktöf þarna í lokin. Það vantaði að vera örlítið klókari og rólegri. Sækja fríkastið í staðinn fyrir að hnoðast áfram. Við vorum að taka klippingar og hreyfa vörnina, það vantaði að fá brotið, stoppa, og stilla aftur upp,“ sagði Bjarni.

Nánar er rætt við Bjarna í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert