Kristján tryggði Fjölni oddaleik

Kristján Örn Kristjánsson skoraði sigurmark Fjölnis á síðustu sekúndu leiksins …
Kristján Örn Kristjánsson skoraði sigurmark Fjölnis á síðustu sekúndu leiksins við Víkinga í kvöld. Hér er sigurmarkið í uppsiglingu þar sem Kristján Örn kemur boltanum framhjá Sigurði Eggertssyni, leikmanni Víkings. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Örn Kristjánsson tryggði Fjölni oddaleik þegar hann skoraði sigurmark liðsins, 24:23, á síðustu sekúndu í framlengingu gegn Víkingi í fjórða leik liðanna í Dalhúsum í kvöld. Oddaleikur liðanna um sæti í Olís-deildinni fer fram í Víkinni á fimmtudagskvöldið.

Leikurinn í Dalhúsum í kvöld var afar jafn og spennandi þótt Fjölnismenn hafi haft yfirhöndina lengst af. Staðan var jöfn, 22:22, eftir venjulegan leiktíma og grípa varð til framlengingar. Ingvar, markvörður Fjölnis, varði frá Arnari Theodórssyni þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiktímanum í framlengingu. Þá fékk Kristján Örn Kristjánsson boltann og hann geystist upp með boltann og skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu í þessum magnaði spennuleik. 

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 7, Sveinn Þorgeirsson 5, Arnar Ingi Guðmundsson 4, Bjarki Lárusson 3, Bergur Snorrason 1, Breki Dagsson 1, Bjarni Ólafsson 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Sigurður Guðjónsson 1/1.
Varin skot: Ingvar Kristinn Guðmundsson 17/1.
Utan vallar: 4 mínútur.

Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 10/3, Sigurður Eggertsson 5, Daníel Örn Einarsson 3, Jón Hjálmarsson 2, Hjálmar Þór Arnarsson 1, Jónas Bragi Hafsteinsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 11, Einar Baldvin Baldvinsson 6.
Utan vallar: 4 mínútur. 

 Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is.

70. Kristján Örn veður upp allan leikvöllinn og skorar sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Magnús markvörður Víkings hálfvarði skot Kristjáns en kemur ekki í veg fyrir að boltinn fer í markið. Ótrúleg endaloka á þessum rafmagnaða spennuleik. Kristján formaður handknattleiksdeildar og faðir Kristjáns markaskorara situr við hlið mér og það má sjá tár á hvarmi. Því líkur leikur, þvílík endalok! Oddaleikur í Víkinni á fimmtudagskvöldið kl. 19.30.

70. Ingvar varði frá Arnari þegar átta seúndur eru eftir.

70. Magnús varði og Víkingar hefja sókn. Hálf mínúta til leiksloka.

69. Línusending Einars Víkings bilar og Sveinn kastar sér á eftir boltanu. FJölnir hefur sókn. Ein mínúta rúmlega eftir. Staðan er enn, 23:23.

68. Magnús ver frá Sveini. Víkingar hefja sókn.

67. Ein sókn farið í súginn hjá báðum liðum síðustu mínútuna. Staðan er óbreytt, 23:23.

66. Arnar T kastar boltanum yfir mark FJölnis úr fyrst sókn þessa leikhluta.

65. Arnar Ingi jafnar metin á síðustu sekúndu fyrri hluta framlengingar, 23:23. Spennan er rafmögnuð áfram. Áður hafði Jóhann Reynir átta afleitt skot hátt yfir mark Fjölnis tíu sekúndum áður en leikhlutinn var úti.

63. Magnús ver aftur frá FJölnismönnum. Hinum megin vallarins bilar línusending Sigurðar. Fjölnismenn snúa vörn í sókn.

61. Framlenging hafin. FJölnismenn missa marks í fyrsta markskoti sínu en Jóhann Reynir gerir það ekki hinum megin vallarins og skorar úr vítakasti fyrir Víkinga, staðan er 22:23, fyrir Víking.

60. Framlengja verður leikinn. Magnús, markvörður Víkings varði, frá Arnari Inga af línunni þegar 17 sekúndur voru til leiksloka. Víkingar fóru í sókn sem ekki bar árangur. Nú tekur við framlenging í tvisvar sinnum fimm mínútur.
Kristján Örn hefur skorað sex mörk fyrir Fjölni og Sveinn fimm. Jóhann Reynir er markahæstur Víkinga með níu mörk. Sigurður er með fjögur.

60. 28 sekúndur eftir. Fjölnir tekur leikhlé, staðan er jöfn, 22:22.

60. Ingvar ver í tvígang úr opnum færum frá Víkingum. Fjölnismenn missa boltann í framhaldinu og Jónas jafnar metin fyrir Víking, 22:22, 47 sekúndur eftir og spennan er óbærilega þegar FJölnir fer í sókn.

58. Fjölnir kemst yfir á ný, 22:21, Sveinn skorar.

57. Sigurður jafnar metin fyrir Víking, 21:21, með marki eftir hraðaupphlaup. Eru Fjölnismenn að fara á taugum? Sóknarleikur þeirra hefur verið í handaskolum síðustu mínútur og Víkingar hafa gengið á lagið og skorað tvö af þremur mörkum sínum síðustu mínútur eftir hraðaupphlaup.

56. Daníel Örn minnkar muninn í eitt mark, 21:20.

55. Jóhann  Reynir minnkar muninn í tvö mörk fyrir Víking, 21:19, með marki úr vítakasti.

53. Kristján Örn var að koma Fjölni yfir, 21:18, með sínu fyrsta marki í síðari hálfleik. Gríðarleg spenna í Dalhúsum og rífandi góð stemning.

50. Þetta er nú baráttan á báða bóga. Víkingar gátu jafnð metin í 19:19, en misstu boltann og Bjarki kom Fjölni í tveggja marka forskot, 20:18. Óhætt er að segja að kappið beri leikmenn beggja liða á tíðum ofurliði.

48. Arnar þjálfari Fjölnis tekur leikhlé til þess að róa sína menn sem hafa farið illa að ráði sínu í nokkrum síðustu sóknum. Munurinn er eitt mark, 19:18, Fjölni í vil. Víkingar hafa einnig gert sín mistök og fyrir vikið ekki enn jafnað metin.

45. Seinni hálfleikur hálfnaður og munurinn er kominn niður í tvö mörk, 19:17, fyrir Fjölni. Fjölnir er manni færri. 

42. Ágúst þjálfari Víkings tekur sitt þriðja og síðasta leikhlé. Fjölnir hefur fjögurra marka forskot, 19:15. Sóknarleikur Víkings er slakur og mikið er um einföld mistök eins slakar sendingar samherja á milli. Stemningin er með Fjölnismönnum þessa stundina. Er ævintýri í uppsiglingu í Grafarvoginum?

41. Staðan er enn 18:15, fyrir Fjölni. Liðið hefur fengið þrjú upphlaup til að komast í fjögurra marka mun.

38. Víkingar eru manni færri þessa stundina. Arnar var rekkinn af leikvelli. Fjölnir er kominn með þriggja marka forskot á ný eftir að Víkingar minnkuðu muninn í eitt marka, 16:15. Nú er staðan 18:15 fyrir Fjölni.

34. Fjölnismenn byrja síðari hálfleik af krafti og hafa skorað þrjú fyrstu mörkin í hálfleiknum. Þeir hafa nú tveggja marka forskot, 15:13, og er auk þess í sókn.

31. Síðari hálfleikur er hafinn. Hvort hefur klúðrað einni sókn. Sveinn var að jafna metin eftir hraðaupphlaup, 13:13.

30. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks. Víkingar eru marki yfir, 13:12, eftir að hafa skorað fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks. Seinni leikhléið sem Ágúst tók á 26. mínútu virtist hrífa á leikmenn hans.

Kristján Örn hefur skorað fimm mörk fyrir Fjölni. Sveinn og Bjarki tvö mörk hvor, Bergur, Arnar og Breki 1 mark hver. Jóhann Reynir hefur skorað sex mörk fyrir Víkinga, Sigurður, Daníel Örn og Jón 2 mörk hver, Ægir Hrafn eitt.

30. 35 sekúndur til hálfleiks og Fjölnir tekur leikhlé. Staðan er jöfn, 12:12. Víkingar hafa skorað þrjú mörk í röð. Fjölnismenn eru manni færri.

29. Víkingar klóra í bakkann og hafa nú skorað tvö mörk í röð, annað eftir hraðaupphlaup. Staðan er nú 12:11, fyrir Fjölni.

26. Ágúst þjálfari Víkings tekur annað leikhlé og er svo sannarlega ekki að fara með kvöldbænirnar yfir lærisveinum sínum þessa stundina. Staðan er 12:9, fyrir Fjölni. Víkingar eru ráðþrota gegn varnarleik Fjölnismanna sem er frábær.

23. Ágúst þjálfari Víkings tekur leikhlé enda eru hans menn komnir tveimur mörkum undir, 10:8. Reyndar voru þeir manni færri um skeið og það nýttu Fjölnismenn sér vel. Óháð því þá hefur verið tómt pat á leikmönnum Víkings í sókninni síðustu 10 mínútur.

20. Bjarki var að koma Fjölni yfir, 7:6, með marki eftir hraðaupphlaup.

17. Enn er staðan jöfn, 6:6. Allir leikmenn Fjölnis þessa stundina eru úr öðrum og þriðja aldursflokki að Ingvari markverði undanskildum.

15. Þá er fyrri hálfleikur hálfnaður og staðan er jöfn, 5:5. Jón kom Víkingi yfir en Sveinn jafnaði metin með þrumuskoti fyrir heimamenn, 5:5.

11. Kristján Örn jafnar metin fyrir Fjölni, 4:4, með sínu þriðja marki. Kristján Örn er mikið efni, aðeins 17 ára gamall.

7. Mesti skrekkurinn virðist úr Fjölnismönnum sem skorað hafa tvö mörk í röð, fyrst Kristján Örn og síðan Breki. Staðan er 4:3, fyrir Víking.

5. Víkingar eru sterkari á upphafsmínútunum. Sóknarleikur Fjölnis gengur brösulega gegn framliggjandi vörn Víkinga. Staðan er 4:1, fyrir Víking.

2. Víkingar byrja betur. Jón  og Jóhann skora tvö fyrstu mörk liðsins.

1. Flautað hefur veirð til leiks. Víkingur byrjar á sókn.

0. Gunnar Steinn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrrverandi leikmaður Fjölnis, er kallaður fram á gólfið fyrir leikinn. Hann fær afhenta keppnispeysu Fjölnis með númerinu 25 á bakinu. Ágætur vallarþulur segir að Gunnar eigi að klæðast peysunni þegar hann lýkur ferlinum með félaginu að atvinnumannaferlinum loknum. Gunnar Steinn er leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.

0. Verið er að kynna leikmenn liðanna með mikilli viðhöfn þar sem m.a. eru notaðir ljóskastarar til að lýsa upp salinn. Alvöru stemning hjá Fjölnismönnum og flott umgjörð.

0. Kristján Haukur Kristjánsson, formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, segir að í dag sé rétt ár síðan Arnar Gunnarsson, þjálfari Fjölnis, var ráðinn til félagsins.

0. Dómarar leiksins eru Anton Gylfi Pálsson og Þorleifur Árni Björnsson. Þeir dæmdu einnig viðureign liðanna á síðasta laugardag. Eftirlitsmaður er Valgeir Ómarsson, þrautreyndur dómari.

0. Fjölnir er með óbreytt lið í kvöld frá viðureign liðanna á síðasta laugardag. Víkingar hafa gert tvær breytingar. Hlynur Óttarsson og Guðjón Ingi Sigurðsson eru ekki með í kvöld. Í þeirra stað eru komnir Daníel Örn Einarsson og Jakob Sindri Þórsson en sá síðarnefndi lék með Fjölni á síðustu leiktíð.

0. Búist er við troðfullu húsi áhorfenda á leiknum en 640 rúmast í áhorfendastæðunum að sögn heimamanna.

0. Allnokkuð af áhorfendum eru þegar mættir í Dalhús þótt enn sé hálftími þangað til flautað verður til leik. Enn sem komið er eru gulklæddir Fjölnismenn fjölmennari í áhorfendastúkunni. Leikmenn beggja liða hita upp af miklum móð.

0. Leikið verður til þrautar í þessum leik. Ef jafnt verður að loknum  venjulegum leiktíma verður gripið til framlengingar. 

0. Víkingur hefur tvo vinninga en Fjölnismenn einn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

0. Víkingur vann tvær fyrstu viðureignir liðanna, 27:21 og 27:26. Fjölnisliðið hafði betur, 21:19, í þriðja leik liðanna sem fram fór í Víkinni á laugardaginn. 

Lið Fjölnis: Ingvar Kristinn Guðmundsson (m), Bjarki Snær Jónsson (m), Kristján Örn Kristjánsson, Bergur Snorrason, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, Arnar Ingi Guðmundsson, Breki Dagsson, Sveinn Þorgeirsson, Brynjar Loftsson, Bjarni Ólafsson, Sigurður Guðjónsson, Björgvin Páll Rúnarsson, Unnar Arnarsson, Bjarki Lárusson.

Lið Víkings: Magnús Gunnar Erlendsson (m), Einar Baldvin Baldvinsson (m), Jakob Sindri Þórsson, Björn Guðmundsson, Einar Gauti Ólafsson, Sigurður Eggertsson, Ægir Hrafn Jónsson, Daníel Örn Einarsson,  Hjálmar Þór Arnarsson, Jón Hjálmarsson, Egill Björgvinsson, Arnar Freyr Theodórsson, Jónas Bragi Hafsteinsson, Jóhann Reynir Gunnlaugsson.

Leikmenn og stuðningsmenn Fjölnis fagna sigrinum í kvöld en leikmenn …
Leikmenn og stuðningsmenn Fjölnis fagna sigrinum í kvöld en leikmenn Víkinga, Jónas Bragi Hafsteinsson og Ægir Hrafn Jónsson eru eðlilega vonsviknir. mbl.is/Árni Sæberg
Bjarki Lárusson, leikmaður Fjölnis.
Bjarki Lárusson, leikmaður Fjölnis. mbl.is/Árni Sæberg
Sveinn Þorgeirsson og Unnar Arnarsson, leikmenn Fjölnis í baráttu vð …
Sveinn Þorgeirsson og Unnar Arnarsson, leikmenn Fjölnis í baráttu vð Arnar Theodórsson, leikmann Víkings í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
Bergur Snorrason, Fjölnismaður, og Víkingurinn Ægir Hrafn Jónsson.
Bergur Snorrason, Fjölnismaður, og Víkingurinn Ægir Hrafn Jónsson. Árni Sæberg
Breki Dagsson og Sveinn Þorgeirsson, leikmenn Fjölnis, kljást við Víkingana …
Breki Dagsson og Sveinn Þorgeirsson, leikmenn Fjölnis, kljást við Víkingana Jón Hjálmarsson og Hjálmar Þór Arnarsson. Árni Sæberg
Sveinn Þorgeirsson, leikmaður Fjölnis, reynir markskot gegn Arnari Theodórssyni, leikmanni …
Sveinn Þorgeirsson, leikmaður Fjölnis, reynir markskot gegn Arnari Theodórssyni, leikmanni Víkings. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert