Hilmar ráðinn þjálfari Selfoss

Kristín Traustadóttir, formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar Selfoss, Sigrún Arna Brynjarsdóttir, þjálfari …
Kristín Traustadóttir, formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar Selfoss, Sigrún Arna Brynjarsdóttir, þjálfari yngri flokka Selfoss og sambýliskona Hilmars, Hilmar Guðlaugsson og Lúðvík Ólason, formaður handknattleiksdeildar Selfoss. Ljósmynd /Guðmundur Karl

Hilmar Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokkslið Selfoss í handknattleik kvenna. Hann mun starfa við hlið Sebastíans Alexanderssonar sem þjálfaði liðið á síðustu leiktíð.

Hilmar verður einnig þjálfari 3. flokks kvenna og starfsmaður handknattleiksdeildar Selfoss. Hann mun einnig koma að þjálfun annarra yngri flokka deildarinnar. 

Hilmar hefur síðustu ár þjálfað meistaraflokkslið HK í handknattleik kvenna frá 2010 og þangað til á dögunum.

Selfoss-liðið hafnaði í áttunda sæti Olís-deildar kvenna í vor og tryggði sér í fyrsta sinn sæti í úrslitakeppninni en í henni mætti liðið deildarmeisturum Gróttu. 

Sigrún Arna Brynjarsdóttir sem þjálfað hefur yngri flokka HK undanfarin á söðlar einnig um og snýr sér að þjálfun yngri flokka hjá Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert