Fjórtán liða kvennadeild staðfest

Grótta og Stjarnan léku til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í …
Grótta og Stjarnan léku til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í vor. Leikjum í kvennadeildinni fjölgar um fjóra á næsta vetri. mbl.is/Eggert

Handknattleikssamband Íslands staðfesti í dag að Olís-deild kvenna yrði skipuð fjórtán liðum á næsta keppnistímabili en þá bætast við bæði Afturelding og Fjölnir.

Afturelding tekur aftur upp þráðinn eftir eins árs fjarveru en Mosfellsliðið vann utandeild kvenna á nýliðnu keppnistímabili. Fjölnir hefur hinsvegar aldrei áður sent kvennalið til keppni í efstu deild en var með lið í utandeildinni í vetur.

Þau tólf lið sem léku í deildinni í vetur verða öll áfram með, en það eru FH, Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan og Valur. Leikin verður tvöföld umferð, 26 leikir á lið í stað 22 í vetur, og síðan átta liða úrslitakeppni.

Í 1. deild karla fækkar liðum um eitt því ÍH úr Hafnarfirði tilkynnti ekki þátttöku að þessu sinni. Karlaliðin á Íslandsmótinu 2015-2016 verða því 18 talsins í stað 19 á síðasta tímabili. Tíu lið verða áfram í Olís-deild karla og átta lið í 1. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert