Lukum síðasta verkefninu með glæsibrag

„Við áttum virkilegan góðan dag og tókum upp þráðinn þar sem fótboltastrákarnir lögðu hann frá sér á föstudaginn," sagði Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 12 marka sigur, 34:22, á Svartfellingum í Laugardalshöllinni í kvöld en með sigrinum varð íslenska landsliðið efst í 4. riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með keppnisrétt á níunda Evrópumeistaramótinu í röð. 

„Við völtuðum yfir Svartfellinga með góðum stuðningi áhorfenda. Við vildum ljúka síðasta verkefni okkar fyrir sumarfrí með glæsibrag og það tókst. 

Við munum hvernig það var að fara súr inn í sumarfríið eftir að hafa tapað í undankeppni HM fyrir Bosníu. Það eyðilagði sumarfríið fyrir okkur. Það sat í mönnum og kenndi okkur lexíu," sagði Róbert.  „Við sýndum okkar rétta andlit í dag, þegar gripið til klisjunnar."

Nánar er rætt við Róbert á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert