Unnur komin til Gróttu á ný

Unnur Ómarsdóttir.
Unnur Ómarsdóttir. Mynd/Grótta.

Unnur Ómarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Unnur lék með norska úrvalsdeildarliðinu Skrim í fyrra en hún lék með liði Gróttu árin 2011 til 2014 áður en hún fór til Noregs.

Unnur er hornamaður að upplagi en getur einnig leikið sem skytta eða miðjumaður. Unnur hefur leikið 20 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 22 mörk.

„Það var ekkert annað lið sem kom til greina en Grótta þegar ég ákvað að koma aftur til Íslands. Í Gróttu er allt til alls, gott lið, góður þjálfari og góð umgjörð,“ sagði Unnur eftir undirskriftina í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert