Ólafur Bjarki til liðs við Eisenach

Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. mbl.is/

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson er genginn í raðir þýska liðsins Eisenach en hann hefur verið á mála hjá Emsdetten frá árinu 2013. Ólafur Bjarki samdi til tveggja ára.

Ólafur hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á tíma sínum hjá Emsdetten en hann sleit krossband í hné í febrúar í fyrra og meiddist svo í baki skömmu eftir að hnéð var orðið gott í vetur. Ólafur Bjarki er 27 ára gamall, uppalinn í HK, sem spilað hefur 30 A-landsleiki.

Eisenach tryggði sér sæti í þýsku A-deildinni í vor en þeir Hannes Jón Jónsson og Bjarki Már Elísson hafa spilað með liðinu. Þeir yfirgáfu liðið eftir tímabilið en Bjarki Már er kominn í herbúðir Füchse Berlin og Hannes Jón er tekinn við þjálfun í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert