Heiner Brand snýr aftur

Skopskyn - Skeggið á Heiner Brand þjálfara heimsmeistaraliðs Þýskalands var …
Skopskyn - Skeggið á Heiner Brand þjálfara heimsmeistaraliðs Þýskalands var leikmönnum ofarlega í huga er þeir tóku á móti gullverðlaunum á HM 2007. Leikmenn liðsins límdu á sig yfirvaraskegg í leikslok og settu gullkórónu á höfuðið. mbl.is/afp

Gamla kempan Heiner Brand, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, er að snúa aftur í boltann eftir þriggja ára fjarveru.

Hann er þó ekki að fara í þjálfun á ný, en hann mun taka við sem ráðgjafi hjá sínu gamla félagi Gummersbach í heimabæ sínum.

Brand mun verða Gummersbach til halds og trausts, en liðið endaði í tíunda sæti þýsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili. Brand vann sautján titla með félaginu á árum áður. „Ég sé marga hæfileikaríka leikmenn hjá Gummersbach og ég vil leggja mitt af mörkum til að koma þeim lengra,“ sagði Brand, sem þekktur er fyrir sitt mikla yfirvaraskegg. „Heiner Brand er andlit handknattleiks í Þýskalandi. Hann mun verða okkur mikill liðsstyrkur,“ segir Götz Timmerbeil, formaður Gummersbach. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert