Haukar fara til Ítalíu í 1. umferðinni

Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum í vor.
Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum í vor. Eggert Jóhannesson

Dregið var í 1. umferð EHF-keppni karla í handknattleik á skrifstofu evrópska handknattleikssambandsins í Vín í Austurríki í dag. Íslandsmeistarar Hauka mæta SSV Bozen Loacker frá Ítalíu.

Bozen Loacker varð ítalskur meistari í þriðja sinn á síðasta tímabili og hefur unnið alla sína titla á síðustu 3 árum. Félagið varð ítalskur meistari í fyrstu tvö skiptin árin 2012 og 2013. Árið 2012 vann félagið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn, og félagið vann þrennuna á Ítalíu árið 2013 þegar það vann einnig ítalska ofurbikarinn.

Haukum bíður góð áskorun því SSV Bozen Loacker hefur verið besta liðið á Ítalíu síðustu ár. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Zomimak frá Makedóníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert