Þrjú Íslendingalið á HM

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Barcelona eiga titil …
Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Barcelona eiga titil að verja. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þrjú Íslendingalið taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik sem fram fer í Doha í Katar 7.-10. september.

Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans í Barcelona verða að sjálfsögðu á meðal keppenda en liðið er núverandi handhafi heimsmeistaratitilsins. Aron Pálmarsson verður með ungverska liðinu Veszprém sem hafnaði í öðru sæti í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en Aron gekk í raðir liðsins frá Kiel í sumar. Þriðja Íslendingaliðið á mótinu verður Füchse Berlin sem vann EHF-bikarinn en Erlingur Richardsson tók við þjálfun liðsins í sumar.

Hin fimm liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn eru: Al Saad og Lekhwiya frá Katar, Team African frá Túnis, Sydney University frá Ástralíu og brasilíska liðið Taubate. Keppnisfyrirkomulaginu hefur verið breytt en í stað þess að leika í tveimur riðlum verður útsláttarkeppni í 8-liða úrslitunum og í undanúrslitunum og spilað verður um öll sætin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert