Anna Úrsúla og Finnur Ingi semja við Gróttu

Finnur Ingi Stefánsson og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Finnur Ingi Stefánsson og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Finnur Ingi Stefánsson hafa bæði skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Anna Úrsúla semur við Gróttu á ný en Finnur Ingi gengur til liðs við Gróttu frá Val.

Anna Úrsúla var í lykilhlutverki í liði Gróttu sem varð Íslandsmeistari, deildarmeistari og bikarmeistari í vor. Línumaðurinn var valinn besti varnarmaður Olís-deildarinnar í fyrra og var valin í úrvalslið deildarinnar. Anna Úrsúla fær enn stærra hlutverk hjá Gróttu á komandi árum en hún verður spilandi aðstoðarþjálfari fyrir Gróttu.

Finnur Ingi hefur verið í lykilhlutverki með Val undanfarin ár. Hann skoraði 75 mörk á seinustu leiktíð þegar Valur varð deildarmeistari. Hornamaðurinn er uppalinn Gróttumaður og var valinn Íþróttamaður Gróttu árið 2008. Finnur lék síðast með Gróttu í efstu deild tímabilið 2009-2010. Hann verður mikill liðsstyrkur fyrir Gróttu sem verður nýliði í Olís-deildinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert