Magdeburg byrjar leiktíðina vel

Geir Sveinsson stýrði sínum mönnum í Magdeburg til sigurs gegn …
Geir Sveinsson stýrði sínum mönnum í Magdeburg til sigurs gegn Bergischer í fyrstu um ferð þýsku 1. deildarinnar í handbolta karla í dag.

Magdeburg, lærisveinar Geirs Sveinssonar, hófu keppnistímabilið í þýsku 1. deildinni í handbolta karla vel, en liðið sigraði Björgvin Pál Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson og félaga í Bergischer í fyrstu umferð deildarinnar í dag. Lokatölur í leiknum urðu 28:25 fyrir Magdeburg. 

Arnór Þór Gunnarsson með sex mörk þar af tvö úr vítum.

Geir Sveinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Magdeburg, en liðið hafnaði í fjórða sæti þýski 1. deildarinnar á síðastliðnu tímabili og tryggði sér með þeim árangri sæti í EHF keppninni í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert