Mikill heiður, segir Jicha

Filip Jicha.
Filip Jicha. AFP

Stærstu félagaskiptin í handboltanum í Evrópu í sumar eru án efa vistaskipti tékknesku stórskyttunnar Filip Jicha frá þýsku meisturunum í Kiel til Spánar- og Evrópumeistara Barcelona, þar sem hann verður liðsfélagi Guðjóns Vals Sigurðssonar á nýjan leik.

Jicha var kynntur til sögunnar hjá Börsungum í gær, en hann var fenginn til að fylla skarð Frakkans Nikola Karabatic sem gekk til liðs við Paris SG. „Það er mikill heiður að vera hluti af þessu liði og markmið mitt er að hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina aftur. Ég vann marga titla með Kiel en að koma hingað til Barcelona er mikil áskorun,“ sagði hinn 33 ára gamli Jicha við fréttamenn.

Jicha segist hafa rætt við Karabatic áður en hann tók þá ákvörðun að fara til Barcelona. „Við vorum liðsfélagar og hann sagði að mér myndi líka vel hjá liðinu enda væri það frábært,“ sagði Jicha.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert