Fyrsti titill í húsi hjá Fram

Sigurður Örn Þorsteinsson var markahæstur í kvöld gegn Fjölni þegar …
Sigurður Örn Þorsteinsson var markahæstur í kvöld gegn Fjölni þegar Fram varð Reykjavíkurmeistari í handknattleik þrátt fyrir tap. Ómar Óskarsson

Fram varð í kvöld Reykjavíkurmeistari í handknattleik karla þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Fjölni, 33:29, í síðasta leiks sínum í mótinu en liðin mættust í íþróttahúsinu í Dalhúsum. Fjölnir hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 16:13.

Fram átta stig úr fimm leikjum mótsins eins og Valur en stóð betur að vígi eftir sigur í innbyrðis leik liðanna fyrr í mótinu. Fjölnir er í þriðja sæti með fjögur stig en á inni leik við ÍR sem situr í fimmta sæti með tvö stig. Víkingar hafa þrjú stig og hafa lokið leikjum sínum. Þróttur rekur lestina með eitt stig. 

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 9, Sveinn Jóhannsson 5, Sveinn Þorgeirsson 5, Matthías Halldórsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Aðalsteinn Aðalsteinsson 2, Hreiðar Zoega 2, Bergur Snorrason 2, Breki Dagsson 1, Brynjar Loftsson  1.
Mörk Fram: Sigurður Þorsteinsson 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 5, Elías Bóasson 4, Arnar Freyr Arnarson 3, Ragnar Kjartansson 3, Ólafur Magnússon 2, Garðar B. Sigurjónsson 2, Arnar Snær Magnússon 1, Stefán Darri Þórsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þorgrímur Smári Ólafsson 1.

Á Reykjavíkurmóti kvenna vann ÍR nauman sigur á Fjölni, 27:26, í hörkuleik, sem einnig fór fram í Dalhúsum. 

Tölfræði er fengin af vefsíðunni fimmeinn.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert