Sá markahæsti úr leik

Árni Bragi Eyjólfsson í dauðafæri.
Árni Bragi Eyjólfsson í dauðafæri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Handknattleikslið Aftureldingar verður án síns markahæsta leikmanns í vetur, hornamannsins Árna Braga Eyjólfssonar, næstu 4-6 vikurnar.

Árni Bragi hefur verið að glíma við meiðsli í liðþófa í hné, en spilað þrátt fyrir það, þar til hnéð gaf sig í sigrinum á Haukum á mánudaginn. Gangi bataferlið eðlilega hjá honum ætti Árni Bragi að ná að minnsta kosti 3-4 leikjum fyrir jólafrí. Hann hefur skorað 50 mörk í 8 leikjum fyrir Aftureldingu í vetur.

Guðni Már Kristinson, leikstjórnandi Aftureldingar, hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna nárameiðsla, en vonir standa til að hann spili næsta leik, gegn Gróttu um næstu helgi. Guðni kom til að fylla skarð Elvars Ásgeirssonar sem sleit krossband fyrir tímabilið. Þá er Jóhann Gunnar Einarsson að jafna sig eftir aðgerð á öxl, og mun hann smám saman taka meiri þátt í æfingum Aftureldingar, þó enn sé ekki reiknað með honum í keppni fyrr en eftir áramót. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert