Við gefumst aldrei upp sama hvað gerist

Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar.
Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar. Eva Björk Ægisdóttir

Akureyri sýndi gríðarlegan karakter og jafnaði metin í síðustu sókn sinni þegar liðið mætti Fram í 15. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld.

Akureyri var fimm mörkum undir þegar lítið var eftir af leiknum, en náði með mikilli baráttu og góðri markvörslu Hreiðars Leví Guðmundssonar að jafna leikinn. Leik liðanna lyktaði með 26:26 jafntefli.  

Sver­re Andreas Jak­obs­son, þjálf­ari Ak­ur­eyr­ar, var ánægður í samtali við mbl.is efir leikinn.

„Við höfum verið að sýna karakter í allan vetur og þetta kom mér ekkert á óvart. Þetta er bara lýsandi dæmi um það sem hefur verið að gerast hjá leikmannahópnum. Þrátt fyrir að hafa lent í mótvindi hefur liðið sýnt mikla baráttu í undanförnum leikjum og uppskorið eftir því,“ sagði Sverre í viðtali við mbl.is. 

„Þó svo að staðan hafi verið orðin slæm þá héldum við bara áfram og misstum ekki hausinn. Við leggjum mikið upp úr því að fá eins mikið og við getum út úr öllum leikum og það er frábært að fá stig hér í kvöld,“ sagði Sverre glaðbeittur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert