Aron í eldlínunni gegn Paris

Aron Pálmarsson að skora fyrir Veszprem.
Aron Pálmarsson að skora fyrir Veszprem. Ljósmynd/Melczer Zsolt

Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska liðinu Veszprém taka á móti franska meistaraliðinu Paris SG í toppslag í Meistaradeild Evrópu í dag.

Parísarliðið er í toppsæti A-riðilsins með 14 stig eftir átta leiki, Flensburg hefur 14 stig eftir níu leiki og Veszprém er með 13 stig eftir átta leiki.

Með sigri í dag getur ungverska liðið komist í toppsæti deildarinnar en það verður enginn hægðarleikur því lið Paris SG hefur verið á gríðarlegri siglingu með heimsklassa leikmenn innan sinna raða.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert