„Nú drífum við okkur“

Magnús Stefánsson gat ekki staldrað lengi við á sínum gömlu …
Magnús Stefánsson gat ekki staldrað lengi við á sínum gömlu heimaslóðum í Eyjafirði. mbl.is/Eggert

Þjálfari og fyrirliði ÍBV, Arnar Pétursson og Magnús Stefánsson, voru á mikilli hraðferð eftir leik Akureyrar og ÍBV í Olís-deild karla í kvöld. Þurftu þeir að drífa sig í flug en leikurinn varð óvenjulangur þar sem töluvert var um tafir á honum, sökum endalausra pústra og fundarhalda.

Eftir æsilegan leik skiptu liðin með sér stigum í 25:25 jafntefli. Magnús var enn í keppnisgallanum en Arnar rauk í gegnum anddyrið og þakkaði gestum og gangandi fyrir leikinn og móttökurnar.

„Jæja, Maggi minn, nú drífum við okkur,“ var það eina sem blaðamaður fékk frá þjálfaranum og engin kurteisi í að tefja þá félaga frekar. Gangi þeim heimferðin sem best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert