Danir verða á heimavelli

Guðmundur Þ. Guðmundsson og lærisveinar hans fagna í leik á …
Guðmundur Þ. Guðmundsson og lærisveinar hans fagna í leik á EM í Póllandi. AFP

Dönum var í dag úthlutað gestgjafahlutverkinu í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla sem fram fer 8. til 10. apríl.

Danir eru í riðli með Króatíu, Noregi og Barein en tvö efstu liðin komast í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Ríó í sumar.

Guðmundur Þ. Guðmundsson og lærisveinar hans fá þar með betra tækifæri til að tryggja sér keppnisréttinn á ÓL. Áður hafði danska kvennalandsliðið fengið sinn undanriðil á heimavelli.

„Það er hreint  frábært að við skyldum líka fá heimavöllinn í undankeppni karlanna. Liðið nýtur þess að spila á heimavelli og við sleppum við að eyða tíma í ferðalög. Svo megum við vera stoltir af því að vera taldir svo góðir skipuleggjendur að IHF hefur enn og aftur valið okkur í gestgjafahlutverk. Það er ekki síst fyrir að þakka vinnunni sem framkvæmdastjórinn og formaðurinn okkar hafa lagt í þetta," sagði Ulrik Wilbek, íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og fyrirverandi þjálfari beggja landsliðanna, í fréttatilkynningu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert