Sáttur úr því sem komið var

„Úr því sem komið var þá er ég ánægður með stigi. Það var torsótt lengi vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari  ÍBV eftir að lið hans gerði jafntefli, 25:25, við ÍR í Olís-deild karla í handknattleik í Austurbergi í kvöld. Eyjamenn tryggðu sér annað stigið 15 sekúndum fyrir leikslok.

„Við hefðum getað tekið bæði stigin en erum vel sátti við annað,“ sagði Arnar en leikur ÍBV var frekar köflóttur. Arnar sagði það ekki vera skrýtið. Um væri að ræða fyrsta alvöru leik liðsins í langan tíma auk þess sem það væri verið að slíka leik liðsins til eftir að það fékk Agnar Smára Jónsson til liðs við sig á dögunum.

„Aggi var þreyttur í lokin enda langt síðan að hann hefur leikið jafn mikið og hann gerði í kvöld. Þess utan þá eigum við rétthentu skytturnar inni,“ sagði Arnar.

Nánar er rætt við Arnar á meðfyljandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert