Ólafur leiddi liðið til sigurs

Ólafur Andrés Guðmundsson í leik gegn Portúgal í aðdraganda EM …
Ólafur Andrés Guðmundsson í leik gegn Portúgal í aðdraganda EM í Póllandi í janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið þegar Kristianstad náði sjö stiga forystu í sænsku efstu deildinni í handknattleik með sex marka sigri gegn Drott Halmstad.

Ólafur skoraði fjögur mörk í 32:26 sigri Kristianstad sem trónir á toppi deildarinnar með 42 stig eftir 22 umferðir, en liðið hefur einungis tapað einum leik í deildinni í vetur. 

Alingsås kemur næst með 35 stig og munar því sjö stigum á liðunum þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert