Gunnar Steinn til sænsku meistaranna

Gunnar Steinn Jónsson ´leik gegn Egyptalandi á HM í Katar …
Gunnar Steinn Jónsson ´leik gegn Egyptalandi á HM í Katar í fyrra. mbl.is/Golli

Gunnar Steinn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir samning við sænsku meistarana í Kristianstad.

Samningurinn gildir til næstu tveggja ára. Gunnar Steinn, sem verður brátt 29 ára gamall, hefur verið á mála hjá Gummersbach í Þýskalandi en samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá skiptir hann yfir til Svíþjóðar. Auk Kristianstad mun sænska úrvalsdeildarfélagið Alingsås einnig hafa sóst eftir kröftum Gunnars Steins.

Gunnar Steinn hefur áður leikið í Svíþjóð en hann var hjá Drott í þrjú tímabil, til ársins 2012, áður en hann gekk í raðir Nantes í Frakklandi. Þar lék hann í tvö tímabil áður en hann fór til Gummersbach.

Hjá Kristianstad hittir Gunnar Steinn fyrir landa sinn, Ólaf Guðmundsson, sem sneri aftur til Kristianstad í vetur.

„Ég sé fram á spennandi tímabil í appelsínugulu treyjunni. Ég held að hún muni fara mér vel,“ sagði Gunnar Steinn við heimasíðu Kristianstad. Hann mun hafa ætlað sér að halda kyrru fyrir Svíþjóð, en snúist hugur þegar Kristianstad hafði samband.

„IFK er það félag á Norðurlöndunum sem er mest spennandi. Ég vel góða þjálfara og frábærar aðstæður fram yfir peninga. Við fjölskyldan kunnum vel við okkur í Svíþjóð á sínum tíma og ég veit að við munum gera það í Kristianstad. Það var mikilvægur þáttur í ákvörðun minni. Síðan er mikið skemmtilegra að vera handboltamaður ef maður fær að spila fyrir áhorfendur eins og í Kristianstad,“ sagði Gunnar Steinn, sem er uppalinn Fjölnismaður en lék einnig með HK hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert