Fjölnir vann fyrstu viðureignina

Fjölnismenn unnu fyrsta leikinn gegn Selfyssingum í kvöld.
Fjölnismenn unnu fyrsta leikinn gegn Selfyssingum í kvöld. mbl.is/Golli

Fjölnir vann Selfoss 33:30 í Grafarvoginum í kvöld þegar liðin mættust í fyrsta leik um laust sæti í Olísdeildinni í handbolta karla fyrir næsta vetur. Næsti leikurliðanna verður á þriðjudagskvöldið.

Staðan í kvöld var jöfn í hálfleik 16:16 en Fjölinr hafði síðan sigur 33:30 eins og áður segir. Björgvin Páll Rúnarsson og Berki Dagsson voru með sjö mörk hvor fyrir Fjölni og hjá Selfyssingum voru þeir Elvar Örn Jónsson og Teitur Örn Einarsson með 6 mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert