Grótta vann öðru sinni

Lovísa Thompson skýtur að mari Fram í Safamýrinni í dag.
Lovísa Thompson skýtur að mari Fram í Safamýrinni í dag. mbl.is/Þórður

Grótta lagði Fram öðru sinni með einu marki, nú 19:20, í undanúrslitum liðanna í Olís deild kvenna í handknattleik og er komið 2:0 yfi rí einvíginu. Liðin mætast þriðja sinni á miðvikudaginn á Seltjarnarnesi.  Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is í beinni lýsingu.

Gróttukonur mættu ákveðnar til leiks og léku flata vörn sem gekk svo vel hjá þeim í síðasta leik. Þær komst í 3:6 en Framarar neituðu að gefast upp og jöfnuðu 6:6 en náðu aldrei forystunni en oft var jafnt og staðan í hálfleik var 12:12

Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi, Fram yfir lengst af en Grótta á lokakaflanum þegar mest á reið.

Fram 19:20 Grótta opna loka
60. mín. Grótta tekur leikhlé 29:37 á klukkunni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert