Alfreð sló Evrópumeistarana úr leik

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Ljósmynd / Guðmundur Svansson

Kiel sem leikur undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sló ríkjandi meistara í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla úr leik í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir 33:30 ósigur liðsins í seinni leik liðanna í Barcelona í dag.

Kiel bar sigur úr býtum í fyrri leik liðanna með fimm marka mun, 29:24, og einvígið því samanlagt með tveggja marka mun.

Guðjón Valur skoraði fimm mörk fyrir Barcelona í sínum síðasta Evrópuleik fyrir félagið, en hann gengur til liðs við Rhein-Neckar Löwen eftir yfirstandandi leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert