Gæti misst af úrslitunum

Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar.
Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Florentina Stanciu, þarf væntanlega 2-3 vikur til viðbótar til að jafna sig af þeim meiðslum sem hún varð fyrir í þriðja leik Stjörnunnar og Hauka í undanúrslitum Olís-deildarinnar á dögunum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Florentina tognuð í hné og liðþófinn rifnaði að einhverju leyti. Fór hún í myndatöku í annað sinn í gær til að fá úr því skorið.

Fari svo að Florentina þurfi þrjár vikur til að jafna sig þá liggur fyrir að hún nær ekki að taka þátt í úrslitarimmu Stjörnunnar á móti Gróttu en gæti mögulega beitt sér með landsliðinu í júní þegar riðlakeppni EM lýkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert