Verðmætasta eign Íslands? – myndskeið

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. © Melczer Zsolt

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur átt frábært tímabil með ungverska stórliðinu Veszprém, en liðið varð deildarmeistari á dögunum og þá er liðið komið í „Final Four“ í Meistaradeild Evrópu.

Liðið mætti Vardar í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Veszprém vann samanlagt 59:56, þar sem úrslitin úr fyrri leiknum skildu liðin að. Veszprém vann fyrri leikinn 29:26 en síðari leikurinn fór jafntefli, 30:30.

Aron hefur verið afar mikilvægur frá því hann kom frá þýska stórliðinu Kiel. Hann var keyptur á metfé til Ungverjalands og er nú þegar talinn einn besti leikstjórnandi heims. Hann gerði frábært mark gegn Vardar á dögunum en úlnliðshreyfingar hans eru magnaðar.

Hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BF0aYt8wNWx/" target="_blank">@Aronpalm against Vardar😍😍😍😍😍</a>

A video posted by • The Beautiful Game • (@handballgoals) on May 24, 2016 at 10:44pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert