Þjóðhátíðardagur á morgun

Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, var í sjöunda himni eftir að …
Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, var í sjöunda himni eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Köln í dag. AFP

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður. Við unnum dýrasta lið heims og besta þjálfara heims,” sagði Talant Dujshebaev, þjálfari pólska meistaraliðsins Kielce, eftir að lið hans vann PSG, 28:26, í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag.

“Á morgun rennur upp hátíðisdagur fyrir Pólverja þegar við leikum í fyrsta sinn í úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrst og fremst er ég í sjöunda himni með mína menn sem börðust frá upphafi til enda. Nú kemur að því búa okkur undir úrslitaleikinn á morgun,” sagði Dujshebaev á fundi með blaðamönnum eftir sigurleikinn.

Kielce hefur í þrígang komist í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en leikur nú í fyrsta sinn til úrslita. Liðið hafnaði í þriðja sæti 2013, þegar Þórir Ólafsson lék með því, og aftur varð liðið í þriðja sæti fyrir ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert