Hleypur á snærið hjá Valsmönnum

Anton Rúnarsson skrifar undir samning við Val með dyggri aðstoð …
Anton Rúnarsson skrifar undir samning við Val með dyggri aðstoð barna sinna tveggja. Ljósmynd/Valur

Handknattleiksmaðurinn Anton Rúnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val. Anton hefur undanfarin fjögur ár leikið í Danmörku og í Þýskalandi en ákvað fyrir nokkru að flytja heim aftur og ganga til liðs við sitt gamla félag. 

Anton er 28 ára gamall, 188 sentímetrar á hæð og leikur sem miðjumaður eða skytta. Hann var markahæsti leikmaður Vals leiktíðina 2011/2012 þegar hann var síðast í herbúðum Hlíðarendaliðsins. 

„Ég er virkilega ánægður með þá niðurstöðu að snúa aftur á Hlíðarenda,“ er haft eftir Antoni í tilkynningu á Facebook-síðu Vals. „Árin fjögur í atvinnumennskunni hafa verið mjög lærdómsrík og ég hlakka til að nýta mér það í Valstreyjunni á næstu árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert