Valsmenn til Noregs - Haukar til Grikklands og Ítalíu

Janus Daði Smárason og félagar í Haukum mæta grísku liði …
Janus Daði Smárason og félagar í Haukum mæta grísku liði í Evrópukeppninni. Eva Björk Ægisdóttir

Þrjú íslensk handknattleikslið voru í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferðir Evrópukeppnanna á komandi tímabili.

Karlalið Vals leikur í Áskorendabikarnum og mætir norska liðinu Haslum. Haslum varð deildarmeistari árið 2014 en varð í 2. sæti á síðasta tímabili.

Haukar senda bæði karla- og kvennalið sín til leiks. Karlaliðið leikur í EHF-bikarnum og mætir gríska liðinu A.C. Diomidis Argous. Sigurvegarinn í þeirri viðureign mætir sænska liðinu Alingsås.

Kvennalið Hauka spilar í Áskorendabikarnum og sat hjá í fyrstu umferð þar sem liðið var í efri styrkleikaflokki. Liðið mætir ítalska liðinu Jomi Salerno.

Hvorki Íslands­meist­ar­ar Gróttu né bikar­meist­ar­ar Stjörn­unn­ar senda lið á Evr­ópu­mót kvenna í vet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert