Jón Heiðar til Aftureldingar

Öllu var tjaldað til hjá Aftureldingu þegar Jón Heiðar Gunnarsson …
Öllu var tjaldað til hjá Aftureldingu þegar Jón Heiðar Gunnarsson hafði skrifað undir samning við félagið. Ljósmynd/Afturelding

Jón Heiðar Gunnarsson línu- og varnarmaðurinn sterki úr ÍR hefur ákveðið að ganga til liðs við Aftureldingu og leika með liðinu í Olís-deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Aftureldingarliðið.

Jón Heiðar hefur verið ein aðal burðarrásin í ÍR-liðinu undanfarin ár og þar áður lék hann sem atvinnumaður í Frakklandi um skeið en hefur einnig m.a. leikið með FH og Stjörnunni.

Mikill hugur er Aftureldingarmönnum en lið þeirra hefur verið í fremstu röð og hefur m.a. leikið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla síðustu tvö ár. „Afturelding hefur náð frábærum árangri undanfarin tvö tímabil og er stefnan að keppa um alla titla sem í boði eru á næsta tímabili.

<span>Liður í þeirri áætlun er að fá Jón Heiðar til liðs við sterkan leikmannahóp sem er fyrir hjá félaginu, en nýir menn auk Jóns Heiðars eru markvörðurinn öflugi Kristófer Fannar Guðmundsson kominn til félagsins úr Fram auk þess sem Elvar Ásgeirsson hinn hávaxni miðjumaður Aftureldingar  er klár í slaginn eftir krossbandsmeiðsli sem héldu honum frá keppni á síðustu leiktíð,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert