Danir lágu gegn Króatíu

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. AFP

Danska karlalandsliðið í handbolta, tapaði í dag gegn Króatíu þegar liðin mættust í a-riðli Ólympíuleikanna í Ríó. Lokatölur urðu 27:24, Króatíu í vil.

Þar með hafa Danir fjögur stig að loknum þremur leikjum en lærisveinar Guðmundar höfðu áður sigrað Argentínu og Túnis. Króatar hafa sömuleiðis fjögur stig eftir sigur kvöldsins.

Króatar höfðu undirtökin allan leikinn og komust mest fimm mörkum yfir í stöðunni 27:22. Danir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins en sanngjarn sigur Króatíu engu aðsíður staðreynd.

Lasse Svan Hansen skoraði níu mörk fyrir Dani og Mikkel Hansen skoraði átta mörk. Domagoj Duvnjak var markahæstur í liði Króatíu með átta mörk.

Danir mæta næst Katar á laugardaginn en þá fer einnig fram stórleikur Króata og Frakka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert