Þriggja marka sigur á Svíum

FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er einn leikmanna U18 ára landsliðsins …
FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er einn leikmanna U18 ára landsliðsins sem nú tekur þátt í EM í Króatíu. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik , skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann sænska landsliðið, 32:29, á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Króatíu. Svíar voru marki yfir í hálfleik, 16:15.

Að sögn Magnúsar Kára Jónssonar, starfsmanns HSÍ, sem er með í för, lék íslenska landsliðið afar vel i þessum leik, ekki síst í síðari hálfleik.

Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í mótinu, en það tapaði fyrir Króötum í gær í fyrstu umferð. Auk Svía og Króata er íslenska liðið með landsliði Tékka í riðli. 

Frí verður frá leikjum á mótinu á morgun en á sunnudag mætast íslenska og tékkneska liðið. Tvö efstu lið riðilsins komast í átta liða úrslit og stendur íslenska liðið vel að vígi eftir sigurinn í gær, en það er í öðru sæti. 

Mörk Íslands: Teitur Örn Einarsson 9, Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Elliði Snær Viðarsson 5, Kristófer Sigurðsson 4, Sveinn Jóhannsson 4, Alexander Másson 1, Ágúst Grétarsson 1, Sveinn Sveinsson 1.

Andri Scheving varði 5 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot.

Nánari frásögn af leiknum er að finna á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert